Thursday, February 02, 2006

Árshátíðin

yes, yes, yes! nei æj, Unnur Elísabet hefur einkarétt á að segja þetta.

Er búin að vera að stússast ótrúlega mikið seinustu daga fyrir árshátíðina, reddingar hægri vinstri you know. Var meðal annars sett upp tískusýning í búðarglugga Sævars Karls og fékk ég Sólveigu og fleiri til þess að taka nokkrar pósur.....jeeee sólveig þú ert bara OF getnaðarleg;) hehehe. Ég vil nota tækifærið hér og þakka ykkur sem nenntuð að taka þetta að ykkur, þetta var glæsilegt hjá ykkur:D

Ég hlakka svo óóóóstjóóórnlega til árshátíðarinnar! Hún verður svo frábær. Hljómsveitin er líka bara mesta snilld í heimi og ég á eftir að dansa og dansa og dansa og dansa! Ég er sko ekki að grínast ég er að missa mig úr spenningi. Svo er þemað líka eiginlega bara aaaaalllt of svalt. sjitt.


Meðan ég man........ hvar eru myndirnar frá söngvaballinu??? Ha?! Urður, svaraðu því! Ég vil fá að sjá skandala og geta slúðrað. Hins vegar vona ég að myndum af mér verði haldið í lágmarki, ekkert allt of hress með afrakstur seinustu balla.texti dagsins:


ég vil ekki hafa texta í dag


Páll, Jón og Raggi vinir mínir á góðri stundu (vantar reyndar Gogga, þeir eru hálfgert fereyki)Þau eru líka vinir mínir sko! (Valerie, Christof, Markus og Christian)


Svo ætlaði ég að koma með mynd af Sólveigu og Ágústu en hún bara vill ekkikoma.... þær eru náttúrulega ekki eins sætar og Jón og co svo tölvan vildi þær ekki. Sorry girls.The End.

Saturday, January 28, 2006

Herranæturferð

jájájájá ég stunda þetta doldið. Byrja að blogga og blogga þangað til alveg nokkrir eru farnir að skoða bloggið og hætti svo bara (því ég er náttúrulega alltaf svo of kúl you know) og þegar allir eru búnir að gefast upp á mér byrja ég aftur á byrjunarreit!

Allavega núna langar mig að blogga

Bloggið á að hljóða svo:

Ég var að koma heim úr Herranæturferð sem var mjöööög mjög skemmtileg! Ég uppgötvaði að það er bara helvíti skemmtilegt að dansa þegar maður er í partyi, á balli, í ferð! Ég er nefnilega eiginlega alltaf smávegis ofvirk þegar ég er búin að drekka. Meira svona eiginelga á spítti eða eitthvað. Þeytist um allt og tala við halla að hámarki í 5 mínútur! þá fæ ég leið, hleyp í burtu að tala við einhvern annan! Ekki furða að ég enda alltaf ein að ráfa því ég sting alltaf alla af. En í gær, ójá! þá dansaði ég og dansaði og dansaði! Eins og meiníak. enda er ég laumu meiníak sko. eða eiginlega bara ekkert laumu.

Ég er líka alveg ótrúelga hörð(það er nú alvitað)! þess vegna, vegna þess að ég er svo hörð, ákvað ég að sofa á gólfinu í nótt með svefnpoka bróður míns sem nær mér upp að mitti. Gerði ég svo kodda úr töskunni minni sem varð til þess að morgunmaturinn minn kramdist. En vegna þess að ég er svo hörð þá var ég bara kúl á því. Það eina sem var eiginlega ooof kúl það var hitastigið en það var sennilega fyrir neðan frostmark. En Ásgerður hin ráðagóða svaf í dúnsokkum, kápunni sinni og með vetlinga! eitt stórt klapp fyrir því!


Texti dagsins:

Hildur Kristín: Ásgerður hefyrður séð myndina *einhvermyndsemégmanekkihvaðheitir* þarna með húreka kommunum?

takk fyrir mig þangað til ég nenni ekki að blagga lengur1 kv.ásgerður

p.s. það er busastelpa sem var í ferðinni sem heitir líka ásgerður!
það er ekkert sniðugt svo ég verð að finna mér nick name!!! Komiði með hugmyndir!


plís!

Friday, December 16, 2005

sögur af gunnu

heeeeyjó!!!! prófin er fooookin búin!!!! meeega, sega, úber, ÝKT, (elding?)!

Ég er samt ekki í alvörunni komin með þessa "hey, vá! kúl maður, ég er búin í prófunum" tilfinningu. Meira svona "hey, vá! kúl maður, ég er búin í prófunum og orðin of sein í vinnuna" tilfinningu. But I chose my own destiny! Það er samt ofurgaman að vinna í dótabúð! Ég er búin að kynnast tveimur strákum (bræðrum) sem heita patrekur og alex. Þeir eru bestu vinir Leikbæjar og koma á hverjum degi að heilsa upp á okkur:D Svo er ég lika búin að kynnast, ekki eins skemmtilegum, systkinum. Þau stela:( 3 og 4 ára börn eiga það alveg til að stela, finna skemmtilegt dót og labba með það út að leika. Það heitir að "gera sér ekki grein fyrir hugtakinu "eign"". Málið með systkinin er að þau gera sér fullkomlega grein fyrir því en þau bara stinga hlultunum inn á sig og reyna að labba eðlileg út. Einu sinni setta stelpan prinsessuafmæliskort inn á nærbuxurnar sínar! Ef ég vissi ekki að hún er 3 ára myndi ég halda að hún væri einhver sækó perri. Eða "ýkt helluð" en það er sko nýjasta *trend orðið* að sögn Hranfnhildar:P allavega meðal svona gaura með ferkantað demants *BLING* í eyrunum og með westside brennimerkt á puginn á sér! en ég hef hvort eð er alltaf fílað mig doldið þannig svo ég er bara ýkt helluð!!! borið fram: [hel:Yð]AAAAAAANYWAYS!!! eins og einhver sem ég þekki myndi orða það!
eftir vinnu áðan fór ég að horfa á hljómsveitina We Painted The Walls spila og voru þau mjög fær. Sérstaklega áhugavert þegar þau tóku lagið eiturlyf en þau mundu ekki textann í meirihluta lagsins og hinn parturinn var nokkurnvegin svohljóðandi (birt með fyrirvara um að texti sé afar rangt með farinn)"we take drugs to be cool, we like drugs more than dogs. We take drugs to meet people" o.s.frv. Gaman að heyra einnig lögin My Fisher Friend Bobby 2 og 3. Veit ekki hvort mér líkaði betur; nöfnin eða lögin sjálf;)

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAA váááá hvað ég va búin að gleyma þessu lagi!!!! Sjitt hvað e´g er sega mikið að fara að taka þenna pól!!! úff....

texti dagsins

Afroman

I was gonna clean my room until I got high
I was gonna get up and find the broom but then I got high
My room is still messed up and I know why(why man)

Chorus:cause I got high
Because I got high
Because I got high

I was gonna go to class before I got high
I could'a cheated and I could'a passed but I got high(uh uh la la da da)
I'm takin it next semester and I know why(why man) (hey hey)

chorus

(go to the next one, go to the next one, go to the next one)
I was gonna go to work but then I got high(ohh,ohh)
I just got a new promotion but I got high(la da da da da)
Now I'm selling dope and I know why(why man)

chorusKV. sgerðið!

p.s.ég þekki enga gunnu
p.s. 2ég er bitur út í Gunnar Dofra. Hann fær hiiiiminhá laun fyrirr að bora í nefið!!!!!
p.s.3 haha, það var alltaf svona p.s.1,2 og 3 í Dagbók Berts bókunum hahaha, það var fyndið.

Friday, December 09, 2005

próf (astur?)

heeejó....

hvað get ég sagt annað en PRÓF!!!

törnin skemmtilega gengin í garð... best að tjilla eins mikið og ég get núna áður en ég fer að vinna:S jebb endilega allir að koma að heimsækja mig í leikbæ;) einmitt já, þú last rétt. óbarngóða (barnvonda? ó-óbarnvonda?)ásgerður (sem hatar börn, neitar alltaf að passa og ætlar sko EKKI að eignast þau) að vinna í dótabúð. Segið svo að ég sé fyrirsjáanleg"!

en vááá!!!! ég var búin að reikna með að ég væri búin miðvikudaginn 14.í prófum!!!!!!!! jájá 8 próf allt í fínu....:D
Ásgerður: "heeey, á miðvikudaginn þegar við erum búnar í prófum skulum við gera eitthvða feitt skemmtilegt!!!!! er það ekki?"
S'olveig,..."oh ásgerður við erum búnar á fimmtudaginn sko!"
Ásgerður: "nei, ég er búin á miðvikdaginn. Ég er sko AAALVEG viss!"(og ég var það)
sólveig: "já nei ásgerður! þú ert fífl!"


svo bara hélt ég (fékk staðfestingu á) að hún væri eitthvða rugluð, hristi bara hausinn og sagði ekki meir. EN neeeeeeeiii!!!!!!
ég var búin aðGLEYMA!! ég er að fara í íslenskuprófið á fimmtudeginum!!!!! aaaaarg ég er að fara að vinna og allt!!!!! heimska, heeeeiiimska ég! ég sem hélt það væru takmörk á því hversu viðutan hægt er að vera.

jájá, sumir eru bara klárari en aðrir
nudge, nudge, say no more;) (sumir að missa sig í quotum og aðrir ekki)


hahahahaha noooooostalgía frá Hagaskóla!!!!!!!!!!!!sæææti sævar:Dniceillapariðvísir með miiiikið hár:D


texti dagsins:

þú uppskerð eins og þú sáir.

kv.Ace (bara svona svo maður taki hagaskóla alveg á þetta)

Thursday, December 01, 2005

the slammgell is back (in black?)

jájájá ´g er ´´i skólanum gamangaman vííí´h!!!!!!!

kjánalegt.is ´´eg og sólveig fórum úr 3.tíma að kaupa miða á styrktartónleikana í jan. vorum fyrstar í röðinni fyrir framan 12tóna og búnar að bída mega sega lengi og svo þegar við komum inn (asnalega löng röð fyrir aftan) þá sko þá ÁTTI ÉG EKKI HEIMILD Á KORTINU MÍNU¨!¨¨¨¨¨=(%&=&=%=&(/ vá hvað ég varð pirruð!!!!!!!!!!! talandiiiii um kjánalegt! úff, silly me. en þ.að reddaðist þökk sé orlofinu hennar sóls!
fokkin leikbær að borga mér ekki launin mín á ´réttum tíma! arg!

kjánalegt.isaðra! eftir bekkjarmyndatökuna í gær var ég að hlaupa niður einhverja brekku við hliðina á MR. ætlaði að hlaupa eftir hildi og hoppa upp á bakið á henni.... en neeeeiii!!! þegar ég hoppaði rann ég eitthvað á hælunum sem ég var í og ég slæææææædaði niður alla brekkuna! á hnjánum! meira svona tæklaði, með aðra löppina á undan og á hnénu hinum megin! úff, ég skemmdi uuuuppáhalds buxurnar mínar OG fékk riiiiisa sár á hnéð! AFTUR! ég er nýbúin að losna við þaðsem kom í byrjun skólans þegar ég flaug á hausinnn fyrir framan húsið mitt!!! en ég meina, ég er ekki "slammgellan" fyrir ekki neitt;)


þessimynd var valin, takið eftir því hvað ég er einstaklega hallærislegri en annað fólk á þessri mynd, fyrir utan gunnar kannski;)hvað er ég að geeera????

kv.Ásgerður / Slammgellan!
p.s. ef ég er ekki búin að fá útborgað núna geng ég bersersgang nakin niður laugaveginn
p.s.2 eða kannski ekki

Tuesday, November 29, 2005

Sigur Rós

VÁÁÁÁÁ´!!!!!! ég á ekki til orð! ég hef aldrei nokkurnsinni í lífi mínu farið á svona góða tónleika! eða eins og Fríða orðaði svo skemmtilega hér um kvöldið."eins og bestu raðfullnægingar"..... Fríða mín, raðfullnæging hvað?!


Þegar þeir tóku Viðrar vel til loftárása kiknaði ég í hnjánum, hárin risu, um mig sveif ólýsanlegur hrollur og andinn sveif til æðri máttarvalda!
nei, ok. það var nú kannski ekki alveg svo dramatískt en eitthvað í þá áttina að minnsta kosti. VÁ.

takk fyrir mig!

texti dagsins:
Viðrar vel til loftárása - Sigur Rós

ég lek jafnvægi
dett niður
alger þögn
ekkert svar
en það besta sem guð hefur skapað
er nýr dagurP.s.takk fyrir mig! TAKK

Friday, November 25, 2005

face

heyjó!

FOKKIN' SIGUR RÓS Á SUNNUDAGINN!!!!
ég var að klippingast (m.m.) ídag!
ég er stutthærðari:D (er hægt að segja stutthærðari?)

ég hlakka svo mikið til á sigur rós að ég er búin að hlusta endalaust á diskana. Mest á á.b. ætti samt að hlusta á takk... en éf fæ bara svo mikla NOSTÓ! að hlusta á á.b.
-skildir þú hvað ég var að segja?
-nei, ekki ég heldur.

texti dagsins:

texti dagsins er að það er enginn texti dagsins. face

p.s. ég er að pissa á mig
en ég ætla sko EKKI að fara að pissa, onei!
-ásgerður